Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Önnur uppfærsla á verðskrá sauðfjár haustið 2017
24.05.2018 - Lestrar 575
Önnur uppfærsla verðskrár sauðfjár sem slátrað var haustið 2017 kemur til vegna sölu lambakjöts innan- og utanlands á fyrsta ársfjórðungi 2018. Afkoma sölu sauðfjárafurða á tímabilinu gefur tilefni til uppfærslu á verðskrá um sem nemur um 2,3%. Þessi uppbót bætist þá við um 3% uppbót sem greidd var í febrúar vegna sölu á fjórða ársfjórðungi 2017.
Næsta endurskoðun er fyrirhuguð í ágúst, þá vegna sölu á öðrum ársfjórðungi 2018.
Leiðréttingin kemur til greiðslu 28. maí.
Lesa meira
Kjötið frá Norðlenska á O'Learys
16.05.2018 - Lestrar 493
Veitingastaðurinn O'Learys í Smáralind mun héðan í frá aðeins bjóða upp á íslenskt kjöt frá Norðlenska. O’Learys, sem er hluti af alþjóðlegri keðju veitingastaða um allan heim, er fyrsti staðurinn í keðjunni sem fær leyfi til að bjóða upp á innlent kjöt á matseðli sínum.
Lesa meira
Aðalfundur Búsældar og bændafundir Norðlenska
26.03.2018 - Lestrar 597
Aðalfundur Búsældar ehf verður haldinn á Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, þriðjudaginn 10.apríl, og hefst kl 15.00.
Dagskrá verður samkvæmt hefðbundnum aðalfundarstörfum og samþykktum Búsældar. Að fundi loknum verður farið yfir rekstur og starfsemi Norðlenska. Búsæld og Norðlenska boða að auki til bændafunda frá 09-11 apríl.
Lesa meira