Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Lágmarksverð og breytt verðhlutföll fyrir sauðfé haustið 2018
03.07.2018 - Lestrar 916
Norðlenska hefur birt lágmarksverð fyrir komandi sauðfjársláturtíð. Breyting verður á verðhlutföllum milli matsflokka og eru innleggjendur hvattir til að kynna sér hin nýju hlutföll.
Lesa meira
Ný verðskrá fyrir nauta- og nautgripakjöt
04.06.2018 - Lestrar 586
Ný verðskrá samkvæmt EUROP mati er komin á vefsíðu Norðlenska. Um er að ræða verulega breytingu á uppbyggingu verðskrár frá því sem var enda hefur fjöldi matsflokka aukist mjög. Sú verðskrá sem nú fellur úr gildi var gefin út 21.04.2017.
Lesa meira
Önnur uppfærsla á verðskrá sauðfjár haustið 2017
24.05.2018 - Lestrar 528
Önnur uppfærsla verðskrár sauðfjár sem slátrað var haustið 2017 kemur til vegna sölu lambakjöts innan- og utanlands á fyrsta ársfjórðungi 2018. Afkoma sölu sauðfjárafurða á tímabilinu gefur tilefni til uppfærslu á verðskrá um sem nemur um 2,3%. Þessi uppbót bætist þá við um 3% uppbót sem greidd var í febrúar vegna sölu á fjórða ársfjórðungi 2017.
Næsta endurskoðun er fyrirhuguð í ágúst, þá vegna sölu á öðrum ársfjórðungi 2018.
Leiðréttingin kemur til greiðslu 28. maí.
Lesa meira