Nýjustu fréttir

Bolla, bolla, bolla...

Sala á kjötfarsi hefur verið margföld á bolludegi miðað við aðra daga ársins og á því er engin breyting að þessu sinni, að sögn Eggerts H. Sigmundssonar vinnslustjóra Norðlenska.  Fyrir helgi unnu starfsmenn Norðlenska við afgreiðslu á farsi sem sent var til Reykjavíkur og fjölda annarra staða út um land. Eggert segir það magn af kjötfarsi sem fyrirtækið framleiðir ætti að duga í rúmlega eitt hundrað þúsund bollur!

Lesa meira

Sprengidagur framundan


Sprengidagur er á þriðjudaginn kemur og víst að margir eru farnir að hlakka til saltkjötsveislunnar. Í nógu hefur verið að snúast hjá starfsmönnum Norðlenska við undirbúning.

Lesa meira

Góðverkadagar hjá Norðlenska

Norðlenska tekur þessa vikuna þátt í góðverkadögum sem haldnir eru annað árið í röð.
Góðverkadagarnir eru ný útfærsla á nær aldagamalli hefð og loforði skáta um að gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag.  Markmið góðverkadaganna er að hvetja landsmenn til athafna og umhugsunar um að láta gott sér leiða, sýna vináttu, hjálpsemi og gera góðverk.
Starfsfólk Norðlenska lætur ekki svona tækifæri framhjá sér fara.  Öll þekkjum við það af eigin raun að með því að sýna samstarfsfólki og viðskiptavinum, vináttu, hjálpsemi og gera góðverk, er meira gaman í vinnunni.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook