Bolla, bolla, bolla...
Sala á kjötfarsi hefur verið margföld á bolludegi miðað við aðra daga ársins og á því er engin breyting að þessu sinni, að sögn Eggerts H. Sigmundssonar vinnslustjóra Norðlenska. Fyrir helgi unnu starfsmenn Norðlenska við afgreiðslu á farsi sem sent var til Reykjavíkur og fjölda annarra staða út um land. Eggert segir það magn af kjötfarsi sem fyrirtækið framleiðir ætti að duga í rúmlega eitt hundrað þúsund bollur!
Það var því hreint ekki bara sprengidagurinn sem starfsfólk Norðlenska einbeitti sér sérstaklega að í liðinni viku. „Við seljum þrjár gerðir af farsi; venjulegt kjötfars, saltkjötfars og sælkerafars, en einnig er mikil sala af forsteiktum kjöbollum á bolludaginn,” segir Eggert H. Sigmundsson.
„Í dag borða allir bollur, alls staðar - bæði kjötbollur og svo auðvitað rjómabollur,” sagði Eggert í morgun.




