Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Söngurinn ómaði á Húsavík
09.03.2011 - Lestrar 650
Um 200 manns, aðallega börn en einnig nokkrir fullorðnir, komu í heimsókn til Norðlenska á Húsavík í dag, og tóku lagið í tilefni öskudagsins. Allir fengu frábæra Goðapylsu og Svala að launum. Fjöldi mynda má sjá undir tenglinum Myndasíða á forsíðu vefsins.
Glatt á hjalla á öskudegi
09.03.2011 - Lestrar 613
Glatt var á hjalla hjá Norðlenska á Akureyri í morgun þegar öskudagsliðin streymdu inn, sungu fyrir starfsmenn og þáðu hressingu að launum, Goðapylsu með tilheyrandi meðlæti og drykk.
Vorslátrun á Höfn og Akureyri
09.03.2011 - Lestrar 781
Vorslátrun Norðlenska verður á Höfn þriðjudaginn 29. mars og á Akureyri fimmtudaginn 7. apríl. Verð mun hækka frá síðasta hausti.







