Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Frestun á Aðalfundi Búsældar
18.04.2016 - Lestrar 467
Aðalfundi Búsældar og kynningarfundi Norðlenska sem vera átti í Hlíðarbæ Eyjafirði kl 14.00 í dag, er frestað til þriðjudagsins 26. apríl kl 20.00.
Stjórn Búsældar
Lesa meira
Slátrun á vegum Norðlenska á Höfn í Hornafirði
15.03.2016 - Lestrar 641
Að óbreyttu er ekki gert ráð fyrir að slátra sauðfé á vegum Norðlenska í sláturhúsi félagsins á Höfn í Hornafirði haustið 2016. Rekstur sláturhússins á Höfn hefur verið þungur og miðað við núverandi stöðu á kjötmarkaði eru stjórnendur og stjórn Norðlenska nauðbeygð til að leita allra leiða til að draga úr kostnaði við slátrun og framleiðslu.
Lesa meira
Vorslátrun 2016
11.03.2016 - Lestrar 581
Vorslátrun sauðfjár hjá Norðlenska mun fara fram 5.apríl.
Verðskrá fyrir vorslátrun hefur verið ákveðin 90% af grunnverði haustsins 2015.
Ekki verður greitt fyrir ógelta hrúta og allir skrokkar undir 10 kg fara sjálfkrafa í heimtöku.
Þeir sem hafa áhuga á að láta slátra, setji sig í samband við Sigmund á Húsavík í síma 840-8888, Magnhildi á Höfn í síma 840-8870 eða Svölu í síma 460-8855.
Lesa meira