Nýjustu fréttir

Vorslátrun á sauðfé

Ekki verður boðið uppá vorslátrun, svokallaða páskaslátrun, í sauðfjársláturhúsum Norðlenska á Húsavík og Höfn vorið 2017. Ekki er sérstök þörf á því hráefni sem fellur til úr vorslátrun þar sem annarsvegar eru til nægar birgðir af lambakjöti og hinsvegar hafa afurðir vorslátrunar ekki verið af þeim gæðum að fyrir þær fáist ásættanlegt verð. Vorslátranir hafa því ekki staðið undir sér og við núverandi aðstæður liður í nauðsynlegri hagræðingu að fella þær niður.
Lesa meira

Norðlenska fær staðfesta ISO 22000 gæðavottun

Norðlenska hefur hlotið gæðavottunarstaðalinn ISO/FSSC 22000 frá vottunarstofunni SAI Global. Staðallinn er matvælaöryggisstaðall og nær vottunin yfir báðar kjötvinnslur fyrirtækisins og sláturhús Norðlenska, á Húsavík og Akureyri.
Lesa meira

Verðlagning á sauðfjárinnleggi hjá Norðlenska haustið 2016

Norðlenska hefur ákveðið að lækka verðskrá sauðfjárinnleggs fyrir sláturtíðina 2016 um 10% fyrir dilka og 38% fyrir fullorðið fé. Ástæðurnar eru þrjár: Heildsöluverð hefur ekki hækkað í samræmi við launahækkanir sem hefur komið niður á afkomu Norðlenska; slæmar horfur á útflutningsmörkuðum; styrking á gengi krónunnar á sama tíma og vaxtastig hefur haldist mjög hátt. Þetta hefur leitt til þess að afkoma Norðlenska af sölu lambakjöts hefur rýrnað á síðastliðnum árum og við þessari stöðu verður að bregðast.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook