Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Norðlenska og knattspyrnudeild Völsungs treysta samstarfið
10.03.2017 - Lestrar 570
Norðlenska og knattspyrnudeild Völsungs skrifuðu í dag undir samstarfssamning til þriggja ára. Norðlenska og Völsungur hafa undanfarin ár átt farsælt samstarf sem nú hefur verið endurnýjað. Með samningnum er fest í sessi að Norðlenska er einn af aðalstyrktaraðilum meistaraflokks kvenna og karla í knattspyrnu.
Lesa meira
Norðlenska og knattspyrnudeild Þórs hafa gert nýjan þriggja ára samstarfssamning um Goðamót Þórs
27.02.2017 - Lestrar 498
Um liðna helgi var spilað á 50. Goðamótinu frá upphafi í Boganum á Akureyri. Við það tækifæri var samningur um Goðamótaröðina endurnýjaður til þriggja ára eða til ársins 2020. Mótin eru haldin fyrir yngri iðkendur í knattspyrnu karla og kvenna. Mikið líf og fjör er í Boganum á Akureyri þegar mótin eru haldin og má sjá gleðina skína af andlitum keppenda og ekki ólíklegt að stjörnur framtíðarinnar á knattspyrnusviðinu leynist í hópi þátttakenda.
Lesa meira
Vorslátrun á sauðfé
01.02.2017 - Lestrar 606
Ekki verður boðið uppá vorslátrun, svokallaða páskaslátrun, í sauðfjársláturhúsum Norðlenska á Húsavík og Höfn vorið 2017. Ekki er sérstök þörf á því hráefni sem fellur til úr vorslátrun þar sem annarsvegar eru til nægar birgðir af lambakjöti og hinsvegar hafa afurðir vorslátrunar ekki verið af þeim gæðum að fyrir þær fáist ásættanlegt verð. Vorslátranir hafa því ekki staðið undir sér og við núverandi aðstæður liður í nauðsynlegri hagræðingu að fella þær niður.
Lesa meira