Nýjustu fréttir

Verðskrá sauðfjárinnleggs haustið 2017

Verðskrá sauðfjárinnleggs 2017 er komin út, með fyrirvara um breytingar og innsláttarvillur. Verðskrána má finna á vefsíðunni undir Bændur – verðskrá fyrir lambakjöt. Verðskrá heimtöku og frekari upplýsingar um komandi sláturtíð auk eyðublaða fyrir afhendingu sauðfjár verða í fréttabréfi sem sent verður innleggjendum von bráðar.
Lesa meira

Norðlenska og knattspyrnudeild Völsungs treysta samstarfið

Frá undirskrift samningsins
Norðlenska og knattspyrnudeild Völsungs skrifuðu í dag undir samstarfssamning til þriggja ára. Norðlenska og Völsungur hafa undanfarin ár átt farsælt samstarf sem nú hefur verið endurnýjað. Með samningnum er fest í sessi að Norðlenska er einn af aðalstyrktaraðilum meistaraflokks kvenna og karla í knattspyrnu.
Lesa meira

Norðlenska og knattspyrnudeild Þórs hafa gert nýjan þriggja ára samstarfssamning um Goðamót Þórs

Frá undirritun samningsins
Um liðna helgi var spilað á 50. Goðamótinu frá upphafi í Boganum á Akureyri. Við það tækifæri var samningur um Goðamótaröðina endurnýjaður til þriggja ára eða til ársins 2020. Mótin eru haldin fyrir yngri iðkendur í knattspyrnu karla og kvenna. Mikið líf og fjör er í Boganum á Akureyri þegar mótin eru haldin og má sjá gleðina skína af andlitum keppenda og ekki ólíklegt að stjörnur framtíðarinnar á knattspyrnusviðinu leynist í hópi þátttakenda.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook