Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á innflutningi á nautahakki


Í upphafi árs auglýsti Landbúnaðarráðuneytið tollkvóta vegna innflutnings á nautgripa og alifuglakjöti. Mikill áhugi virðist vera á þessum innflutningi þar sem 19 fyrirtæki sóttu um kvóta vegna innflutnings á nautahakki en 15 fyrirtæki um kvóta vegna innflutnings á kjúklingaafurðum.
Lesa meira

KEA og Norðlenska leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið

Ingibjörg Stefánsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi KEA, og Jón Oddgeir Guðmundsson frá Hjálparstarfi kirkjunnar með hluta af matarpokunum, en í hverjum poka er KEA-hamborgarhryggur frá Norðlenska og meðlæti.
KEA í samstarfi við Norðlenska hefur fært Hjálparstarfi kirkjunnar að gjöf 70 matarpoka, sem eru núna í aðdraganda jólanna afhentir skjólstæðingum Hjálparstarfsins. Þetta er annað árið í röð sem KEA og Norðlenska leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið með þessum hætti, en í hverjum matarpoka er KEA-hamborgarhryggur frá Norðlenska og meðlæti.
Lesa meira

Norðlenska styrkir Tún um 100 þúsund krónur

Ingvar Már markaðsstjóri Norðlenska afhendir Auði styrkinn
Norðlenska hefur gert það að hefð um hver jól að veita styrk til félagasamtaka. Eina skilyrðið fyrir styrkveitingu er að þau séu starfrækt í bæjarfélagi þar sem Norðlenska er með starfsstöð. Í þetta sinn hefur Norðlenska ákveðið að styrkja skólaver fyrir misþroska börn. Styrkurinn er eitt hundrað þúsund krónur og var hann afhentur í gær. Að sögn Auðar Jónasdóttir forstöðumanns skólaversins, sem starfrækt er í Túni á Húsavík, ætla þau að nota peningana til að kaupa þroskaleikföng fyrir börnin.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook