Nýjustu fréttir

Vinningshafar í happdrætti Norðlenska

Heppnir vinningshafar ásamt Sigmundi vinnslustjóra
Opinn dagur var haldinn hjá Norðlenska á Húsavík í nóvember síðastliðnum þar sem Húsvíkingum og nærsveitarmönnum var boðið í heimsókn. U.þ.b.350 manns þáðu boðið. Nú hefur verið dregið í happdrættinu og nöfn vinningshafa eru Guðrún Þórsdóttir, Már Höskuldsson og Stefanía Jóhannesdóttir. Við óskum þeim til hamingju og gleðilegra jóla með gæðakjöti frá Norðlenska.
Lesa meira

Norðlenska - að gefnu tilefni

Í ljósi frétta fyrir helgi um hræringar á kjötmarkaði skal það áréttað að KEA, eitt og sér, hefur ekki áform um að selja eignarhlut sinn í Norðlenska matborðinu ehf. enda er KEA aðili að hluthafasamkomulagi við Búsæld ehf. (félag innleggjenda hjá Norðlenska) og það samkomulag gerir m.a. ráð fyrir tiltekinni umgjörð um eignarhald og þróun á eignarhaldi þessara tveggja stærstu hluthafa Norðlenska matborðsins ehf.
Lesa meira

Fundir með bændum


Stjórnarformaður og starfsmaður Búsældar boðuðu til funda með bændum á suður og austurlandi. Á fundunum voru auk þeirra Búsældarmanna, þrír frá Norðlenska. Haldnir voru alls fimm fundir sem tókust með ágætum. Fundarefnið var sláturtíðin sem var að ljúka auk þess sem málefni Búsældar og Norðlenska voru einnig til umræðu.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook