Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Fyrirlestur frá Norðlenska á árlegum fundi Matvælaeftirlits á Norðurlöndunum
24.01.2006 - Lestrar 82
Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska var með fyrirlestur í dag á árlegum fundi matvælaeftirlits á Norðurlöndunum sem haldin er þessa dagana í Danmörku. Fyrirlestur Reynis fjallaði um rekjanleika í kjötvinnslum og hvernig Norðlenska hefur innleitt rekjanleika á kjötvörum í framleiðslu fyrirtækisins.
Lesa meira
Norðlenska gengur vel
22.01.2006 - Lestrar 76
Umsvif Norðlenska hafa aukist umtalsvert síðastliðin tvö ár og er fyrirtækið orðið stærsti sláturleyfishafi landsins, að alifuglum frátöldum, með starfsstöðvar á Akureyri, Húsavík og Höfn á Hornafirði.
Á liðnu ári slátraði Norðlenska um 3,820 tonnum, þar af 1.200 tonn grísakjöt, 800 tonn nautgripir og 1.820 tonn sauðfé en einnig voru keypti að um u.þ.b. 500 tonn sauðfé.
Rekstur Norðlenska gekk vel á síðastliðnu ári og er mjög í takt við áætlanir. Útlit er fyrir að fyrirtækið verði rekið með hagnaði 2005.
Lesa meira
Verðhækkun á nautgripum
17.01.2006 - Lestrar 112
Verðhækkun á nautgripum.
Norðlenska hefur hækkað verð á nautgripainnleggi. Verðskráin tekur gildi frá og með deginum í dag, 17. janúar og hefur verið birt hér á vefsíðunni. Slóðin er http://www.nordlenska.is/index.php?opna=verdlistar&val=NAUT&uid=462,470 . Um leið eru bændur hvattir til að skrá sláturgripi í síma 460-8800.
Lesa meira