Nýjustu fréttir

Þriggja ára samstarfssamningur Þórs og Norðlenska um Goðamótin

Á myndinni eru frá vinstri: Valdimar Pálsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Þórs, Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, og Sigurjón Magnússon, mótsstjóri Goðamótanna.
Undanfarin þrjú ár hefur unglingaráð knattspyrnudeildar Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri í samvinnu við Norðlenska staðið fyrir Goðamótunum svokölluðu í knattspyrnu í Boganum síðla vetrar. Mótin hafa notið vaxandi vinsælda ár frá ári og nú er svo komið að fleiri lið óska eftir að taka þátt en unnt er að koma fyrir í Boganum. Til marks um umfang Goðamótanna má geta þess að heildarfjöldi þátttakenda, fararstjóra og þjálfara á þau þrjú Goðamót sem haldin eru á hverjum vetri er um 1.600 og ætla má að í tengslum við mótin komi svipaður fjöldi foreldra og forráðamanna í bæinn. Í það heila má því áætla að á fjórða þúsund manns komi á ári hverju til Akureyrar af öllu landinu í tengslum við Goðamótin og njóta um leið fjölþættrar afþreyingar og þjónustu í bænum.
Lesa meira

Framtíð íslensks landbúnaðar - Norðlenska umtalsefni forseta á nýliðnu fræðaþingi landbúnaðarins.

Á nýliðnu fræðaþingi landbúnaðarins flutti Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti setningarræðu um framtíð íslensks landbúnaðar. Forsetinn gerir Norðlenska að umtalsefni í ræðunni og segir m.a. að tæknin norður í landi sé að gefa ný tækifæri þar sem að hægt er að merkja hvert einasta kjötstykki með uppruna, þar sem kaupanda jafnt sem neitanda er gert kleift að sjá upplýsingar um gripinn; nöfn jarðarinnar og bóndans sjálfs geta verið skráð á merkimiðann.
Lesa meira

Enn hækkar verð á nautgripum

Norðlenska hefur hækkað verð á nautgripainnleggi. Verðskráin tekur gildi frá og með deginum í dag, 6. febrúar og hefur verið birt hér á vefsíðunni. Um leið eru bændur hvattir til að skrá sláturgripi í síma 460-8800.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook