Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Nýtt fréttabréf komið út
Í gær kom út nýtt fréttabréf og mun því verða dreift um allt starfssvæði Norðlenska.
Einnig er hægt að skoða fréttabréfið hér á heimasíðunni (smella hér).
Í blaðinu má m.a. finna upplýsingar um ný verð á lambakjöti, útflutning dilkakjöts til Bandaríkjanna og viðtal við Ingvar Má Gíslason markaðsstjóra Norðlenska.
Breyting á verðskrá dilkakjöts
Norðlenska hefur hækkað verðskrá sína á völdum flokkum í lambakjöti. Hækkunin er u.þ.b. 1,5 % frá áður útgefinni verðskrá og nemur þá hækkunin frá því 2005 rúmum 11%. Verð innifela flutning, innmat og gærur.
Nánar má sjá öll verð hér á heimasíðunni (smellið hér). Einnig er hægt að skila rafrænt inn sláturfjárloforðum hér á heimasíðunni (smellið hér)
Starfsfólk Norðlenska á Unglingalandsmóti UMFÍ
Nokkrir starfsmenn Norðlenska á Húsavík, náðu frábærum árangri á Unglingalandsmóti UMFÍ og þar bar hæst árangur Berglindar Kristjánsdóttur (Gíslasonar) sem gerði sér lítið fyrir og vann til þrennra Gullverðlauna og einna Silfurverðlauna.