Nýjustu fréttir

Haustslátrun í fullum gangi

Haustslátrun hjá Norðlenska hefur það sem af er sláturtíð gengið mjög vel, lömbin flokkast vel og fallþungi er ívið meiri en í fyrra. Um mánaðamótin september-október var búið að lóga, samanlagt í sumar- og haustslátrun, 44.500 dilkum á Húsavík og 8.600 dilkum á Höfn, sem að sögn Reynis Eiríkssonar, vinnslustjóra Norðlenska, eru nokkru færri dilkar en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er fyrst og fremst sérlega góð tíð í haust, sem hefur gert það að verkum að sumir bændur hafa viljað bíða með að koma með dilka til slátrunar vegna góðrar haustbeitar í heimahögum.

Lesa meira

Norðlenska fellir niður flutningsgjald á nautgripi

Ákveðið hefur verið að Norðlenska hætti að innheimta gjald vegna flutnings nautgripa frá innleggjendum í sláturhús. Þessi breyting tekur gildi í dag, mánudaginn 11. september. Norðlenska slátrar nautgripum tvisvar í viku og hefur flutningsgjald á grip verið kr. 2.600, en frá og með deginum í dag fellur þetta gjald niður, sem fyrr segir.

Lesa meira

Verðhækkun á nautgripum

Norðlenska hefur hækkað verð á nautgripainnleggi. Verðskráin tekur gildi frá og með 6. september og hefur verið birt hér á vefsíðunni (smellið hér). Um leið eru bændur hvattir til að skrá sláturgripi í síma 460-8800.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook