Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Hækkun á verði lambakjöts
31.07.2006 - Lestrar 213
Norðlenska birtir nú fyrst sláturleyfishafa verðskrá fyrir sumar- og haustslátrun sauðfjár. Verulegar hækkanir eru á verðum allra flokka, en sérstök hækkun er á hóflega feitum gæðaföllum. Meðalhækkun verðskrár frá síðasta hausti er um 10% og er verðskráin mjög sambærileg við útgefið viðmiðunarverð Landssambands sauðfjárbænda.
Lesa meira
Verðhækkun á nautgripum
15.05.2006 - Lestrar 87
Norðlenska hefur hækkað verð á nautgripainnleggi. Verðskráin tekur gildi frá og með 16. maí og hefur verið birt hér á vefsíðunni undir bændur, afurðaverð. Um leið eru bændur hvattir til að skrá sláturgripi í síma 460-8800.
EBITDA hagnaður Norðlenska 228 milljónir króna á árinu 2005
08.05.2006 - Lestrar 116
- mikill viðsnúningur í rekstri milli ára – gert ráð fyrir áframhaldandi afkomubata og auknum vexti.
Rekstrarhagnaður Norðlenska matborðsins ehf. fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) á árinu 2005 nam röskum 228 milljónum króna, sem er tæplega 87 milljóna króna afkomubati frá árinu 2004. Þetta kom fram á aðalfundi Norðlenska á Akureyri þann 4. maí síðastliðinn.