Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Jólahangikjötsvinnslan að hefjast
Í dag, 19. október, hefst vinnsla á jólahangikjötinu hjá Norðlenska á Húsavík og mun ekki af veita, enda er Norðlenska með drjúgt stóran hluta af hangikjötsmarkaðnum í landinu fyrir jólin. Vinnslan á hangikjötinu tekur töluverðan tíma og því segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, ekki eftir neinu að bíða með að hefja þessa vinnslu. “Við byrjum alltaf í hangikjötinu á þessum tíma, undir lok haustsláturtíðar. Við reykjum hangikjötið jafnt og þétt alveg framundir jól – jafnt virka daga sem helgidaga. Um 85% af hangikjötinu frá okkur er selt úrbeinað í rúllum, hangikjöt með beini er fyrst og fremst selt síðustu dagana fyrir jól,” segir Sigmundur. “Við vinnum þetta jafnt og þétt frá síðari hluta október þannig að við séum tilbúnir þegar salan hefst fyrir alvöru á síðustu vikunum fyrir jól.”
Álagsgreiðslur
Norðlenska hefur gefið út álagsgreiðslur til sauðfjárbænda fyrir tímabilið 6 nóvember til 15. desember.
Sjá má verðin með því að klikka á meira
Yfirgripsmikil gæða- og heilbrigðisúttekt vegna útflutnings til Bandaríkjanna
Vegna útflutnings lambakjöts frá Norðlenska til Whole Foods verslanakeðjunnar í Bandaríkjunum eru gerðar mjög strangar heilbrigðis- og gæðakröfur til slátrunar og vinnslu Norðlenska á Húsavík. Á dögunum kom fulltrúi bandaríska landbúnaðarráðuneytisins til Húsavíkur til þess að gera úttekt á sláturhúsi og vinnslu Norðlenska, en slík gæðaúttekt er árleg. Áður hafði Ólafur Oddgeirsson, dýralæknir í Skotlandi, gert samskonar úttekt fyrir hönd Whole Foods hjá Norðlenska á Húsavík. Skemmst er frá því að segja að Norðlenska stenst fyllilega allar þær kröfur sem gerðar eru vegna útflutningsins til Bandaríkjanna.