Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Rangar upplýsingar um verðskrá Norðlenska í Bændablaðinu - leiðrétting á vef Bændasamtakanna
14.09.2007 - Lestrar 270
Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er ranglega farið með nýjustu verðskrá Norðlenska, sem var birt hér á vefnum á
dögunum. Vegna þessa birtir Erna Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Bændasamtökunum, frétt á vef Bændasamtakanna í gær,
13. september, þar sem þessi mistök eru hörmuð og Norðlenska beðið velvirðingar á þeim.
Lesa meira
Fjölþjóðlegt samfélag á Húsavík
06.09.2007 - Lestrar 494
Óhætt er að segja að sláturhús Norðlenska á Húsavík sé afar fjölþjóðlegt samfélag núna í
sláturtíðinni. Þeir 83 starfsmenn sem starfa á Húsavík í sláturtíðinni eru frá fimmtán
þjóðlöndum.
Lesa meira
Slátursala hefst í Hrísalundi á Akureyri föstudaginn 14. september
06.09.2007 - Lestrar 675
Sala sláturs frá Norðlenska hefst í verslun Samkaupa-Úrvals við Hrísalund á Akureyri föstudaginn 14. september nk. Á Húsavík hefst slátursala föstudaginn 21. september.




