Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Stóreldhúsið 2019
05.11.2019 - Lestrar 789
Norðlenska var með sýningarbás á sýningunni Stóreldhúsinu sem haldin var í Laugardalshöll dagana 31. október - 1. nóvember sl. Kynntar voru ýmsar útfærslur af kjötbollum, m.a. pizzabollur og jólabollur sem eru sívinsælar í mötuneytum landsins. Þessar bollur eru einungis seldar til stóreldhúsa eins og er en þess má geta að Norðlenska framleiðir og selur einnig kjötbollur í smásöluverslunum, m.a. lambabollur með feta, hvítlauk og pipar, grísabollur með mexíkókryddi og sænskar kjötbollur. Kjötbollur eru frábær kostur í hversdagsmatinn og slá í gegn hjá öllum kynslóðum, hvort sem meðlætið er spaghetti eða eitthvað annað. Meðfylgjandi er mynd af þeim sem stóðu vaktina en þau eru f.v. Birkir Þór Jónasson, Rósa Dagný Benjamínsdóttir, Linda Friðriksdóttir, Guðmundur Ágústsson og Magnús Sigurólason.
Lesa meira
Norðlenska með tvo í landsliði kjötiðnaðarmanna
30.10.2019 - Lestrar 604
Landslið kjötiðnaðarmanna hélt til Lisburn í Norður Írlandi þann 1. október sl. til að keppa við Landslið Írlands sem eru ríkjandi heimsmeistarar. Keppt var 2. og 3. okt. Á fyrri keppnisdegi var keppt í einstaklingskeppni og svo í tveggja manna keppni. Á seinni keppnisdegi var keppni á milli Íslands og Írlands. Íslenska landsliðsmönnunum gekk vel miðað við að vera keppa í fyrsta skipti og var ekki mikill munur á þó Írarnir hefðu betur að þessu sinni. Enn mjórri var munurinn í liðakeppninni.
Norðlenska átti tvo starfsmenn í þessari ferð. Róbert Ragnar Skarphéðinsson kjötiðnaðarmeistari og verkstjóri á Húsavík var liðsmaður í landsliðinu og Stefán Einar Jónsson kjötiðnaðarmeistari og verkstjóri á Akureyri fór sem dómari. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá keppninni. Stefán Einar hefur í kjölfarið verið valinn sem Deputy Chief Expert fyrir Euroskils 2020. Norðlenska óskar sínum mönnum og landsliðinu til hamingju.
Lesa meira
Nýr markaðsstjóri Norðlenska
16.10.2019 - Lestrar 836
Drífa Árnadóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra Norðlenska.
Lesa meira