Fréttir

Stóreldhúsið 2019

Norðlenska var með sýningarbás á sýningunni Stóreldhúsinu sem haldin var í Laugardalshöll dagana 31. október - 1. nóvember sl. Kynntar voru ýmsar útfærslur af kjötbollum, m.a. pizzabollur og jólabollur sem eru sívinsælar í mötuneytum landsins. Þessar bollur eru einungis seldar til stóreldhúsa eins og er en þess má geta að Norðlenska framleiðir og selur einnig kjötbollur í smásöluverslunum, m.a. lambabollur með feta, hvítlauk og pipar, grísabollur með mexíkókryddi og sænskar kjötbollur. Kjötbollur eru frábær kostur í hversdagsmatinn og slá í gegn hjá öllum kynslóðum, hvort sem meðlætið er spaghetti eða eitthvað annað. Meðfylgjandi er mynd af þeim sem stóðu vaktina en þau eru f.v. Birkir Þór Jónasson, Rósa Dagný Benjamínsdóttir, Linda Friðriksdóttir, Guðmundur Ágústsson og Magnús Sigurólason.

Þjónustufulltrúar stóreldhúsa

stóreldhúsið 2019


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook