Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Norðlenska kaupir framleiðsluaðferðir Káess ehf.
11.04.2008 - Lestrar 618
Norðlenska hefur keypt framleiðsluaðferðir og uppskriftir að svokölluðum Pólskum pylsum, sem fyrirtækið Káess ehf. í Kópavogi hefur
framleitt og selt. Með í kaupunum fylgir viðskiptavild fyrirtækisins og réttur til notkunar á vörumerki Káess.
Lesa meira
Erlendir starfsmenn á íslenskunámskeiði á Húsavík
08.04.2008 - Lestrar 410
Frá því í lok janúar hafa fjórtán erlendir starfsmenn Norðlenska á Húsavík stundað íslenskunám, sem er á vegum fyrirtækisins Marvís á Akureyri.
Lausar stöður og sumarafleysingastörf hjá Norðlenska
01.04.2008 - Lestrar 365
Norðlenska auglýsir eftir lyftaramanni í framtíðarstarf á Akureyri. Einnig er auglýst eftir matráð í sumarafleysingar í júlí í sumar. Þá auglýsir Norðlenska eftir sumarafleysingafólki vegna sumarafleysinga á Akureyri og er nú þegar farið að taka við umsóknum. Þeir sem eru fæddir 1992 eða fyrr geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk.





