Nýjustu fréttir

Unnið að stefnumótun Norðlenska í sumar

"Norðlenska fór í gegnum umfangsmikla stefnumótunarvinnu fyrir þremur árum og í sumar munum við uppfæra þá vinnu, móta nýja framkvæmdaáætlun fyrir fyrirtækið og setja því ný markmið," segir Auður Finnbogadóttir, formaður stjórnar Norðlenska, í viðtali í nýju fréttabréfi Norðlenska, sem er í prentun og verður dreift innan fárra daga.
Lesa meira

Fjölbreytt og yfirgripsmikið starf

Jóna Jónsdóttir
„Ég byrjaði í þessu nýja starfi núna í maí, en þar til háskólanum lýkur í júní mun ég einnig sinna starfsskyldum mínum þar," segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska, en undanfarin ár hefur hún starfað að markaðs- og kynningarmálum Háskólans á Akureyri.
Lesa meira

Grillvertíðin að hefjast

Í hönd fer hvítasunnuhelgin og má ætla að margir leggi land undir fót, dvelji í sumarbústöðum o.s.frv. Grillvertíðin er hafin, þó svo að kraftur færist að venju ekki í hana fyrr en hlýnar enn frekar í veðri. En víst má telja að margir setji kjöt á grillið um helgina. Eilitlar breytingar hafa orðið á grillvörulínu Norðlenska frá sl. sumri, að sögn Sigurgeirs Höskuldssonar, vöruþróunarstjóra Norðlenska.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook