Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Styttist í sláturtíðina
04.07.2008 - Lestrar 345
Nú styttist óðum í sláturtíð og því vill Norðlenska biðja innleggjendur að senda sláturfjárloforð til Norðlenska sem fyrst. Hér á heimasíðunni er að finna eyðublað fyrir sláturfjárloforð undir "Bændur" og er unnt að senda það rafrænt. Þeir sem óska eftir að fá sent sláturfjáreyðublaðið á pappír eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Norðlenska.
Með púlsinn á gæðamálunum
27.06.2008 - Lestrar 402
"Gæðastjórnun í kjötvinnslu er vissulega töluvert frábrugðin gæðastjórnun í fiskvinnslunni, þó svo að
markmiðið sé alltaf það sama; að fylgja öllum gæðastöðlum og framleiða fyrsta flokks vörur," segir Björn Steingrímsson,
gæðastjóri Norðlenska, sem hóf störf hjá fyrirtækinu í vor, en áður hafði hann starfað sem gæða- og
verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Festi ehf í Hafnarfirði.
Lesa meira
Skemmtilegt starf
16.06.2008 - Lestrar 495
"Mér finnst þetta skemmtilegt og áhugavert starf. Það er sérstaklega skemmtilegt að vinna að þróun nýrra vörutegunda," segir Rúnar Ingi Guðjónsson, starfsmaður Norðlenska, sem nýlega lauk námi í kjötiðn.






