Nýjustu fréttir

Búið að slátra rösklega 30 þús. dilkum á Húsavík

Sláturtíð er í fullum gangi hjá Norðlenska á Húsavík og er þegar búið að slátra rösklega 30 þúsund dilkum. Kjötgæði eru mikil - meiri en áður - og verkunargallar í lágmarki. Sláturtíðin er þessa dagana að komast í fullan gang á Höfn eftir rólega byrjun.
Lesa meira

Nýtt fréttabréf komið út


Nýtt fréttabréf er komið út og hefur verið dreift til bænda. Í fréttabréfinu eru ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir bændur varðandi sláturtíðina - t.d. heimtöku kjöts, slátursölu, niðurröðun sláturfjár o.fl. Einnig eru viðtöl við Árna Magnússon, fjármálastjóra, Jónu Jónsdóttur, starfsmannastjóra og Björn Steingrímsson, gæðastjóra ásamt ýmsu öðru efni.

Lesa meira

Norðlenska kaupir Dynamics Ax upplýsingakerfi


Skrifað hefur verið undir samning um kaup Norðlenska á Microsoft Dynamics Ax upplýsingakerfi frá fyrirtækinu HugurAx. Hið nýja kerfi leysir af hólmi Concorde upplýsingakerfi, sem hefur dugað vel undanfarinn röskan áratug, en nýja kerfið er töluvert víðtækara og gefur möguleika til meiri og betri upplýsingagjafar innan fyrirtækisins og sömuleiðis til innleggjenda. Stefnt er að því að hið nýja upplýsingakerfi verði tekið í notkun 1. mars 2009.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook