Nýjustu fréttir

Stefnir í góða meðalvigt á Húsavík

Það stefnir í mun meiri meðalþunga dilka úr haustslátrun Norðlenska á Húsavík en í fyrra. Eftir að búið var að slátra þar um 46 þúsund dilkum var meðalvigtin 16,09 kg. Léttari dilkarnir skila sér í sláturhús síðustu daga sláturtíðarinnar og því er ljóst að meðalvigtin mun lækka frá því sem hún stendur nú í, en engu að síður verður hún mun meiri en í fyrra þegar hún var 15,21 kg.
Lesa meira

Afurðagreiðslur tryggðar - engin röskun á starfsemi Norðlenska

Í því mikla umróti sem hefur verið á fjármálamörkuðum síðustu sólarhringa vilja stjórnendur Norðlenska taka eftirfarandi fram:

Áður en kom til þess að skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn Landsbankans, sem er viðskiptabanki Norðlenska, hafði fyrirtækið tryggt sér fjármögnun afurðalána til þess að greiða innleggjendum fyrir sínar afurðir. Samkvæmt upplýsingum Landsbankans í morgun stendur þessi fyrirgreiðsla, sem er í íslenskum krónum, og þar með eru greiðslur til innleggjenda tryggðar.

Lesa meira

Gríðarleg sala á slátri á Akureyri

Sala á slátrum er gríðarlega góð í Samkaupum við Hrísalund á Akureyri og virðist hún ætla að verða mun meiri í ár en í fyrra. "Það er búið að vera mikið að gera í slátursölunni og á morgun munum við afhenda um 500 slátur. Það er mun meira en við höfum áður séð á einum degi," sagði starfsmaður í Hrísalundi.

 

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook