Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Leita að reyndum kjötskurðarmönnum
„Við auglýstum fyrir jól eftir kjötiðnaðar- og kjötskurðarmönnum, en við fengum sáralítil viðbrögð. Við erum því enn að leita eftir mönnum með þessa menntun og/eða mikla og góða reynslu í úrbeiningu í þessi störf, sérstaklega á Húsavík en líka í sumarafleysingar á Akureyri með möguleika á framtíðarráðningu. Miðað við hversu lítil viðbrögð við höfum fengið virðist sem staða kjötiðnaðarmanna á vinnumarkaði sé góð um þessar mundir," segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska.
Þorravertíðin að fara í fullan gang
Þorrinn nálgast með tilheyrandi þjóðlegum mat. Bóndadagur, sem markar upphaf þorra, verður föstudaginn 23. janúar nk. Margir taka reyndar forskot á sæluna og geta ekki beðið eftir að ná sér í bita af súrum hrútspungum og lundaböggum. Eggert H. Sigmundsson, vinnslustjóri Norðlenska, segir að reikna megi með að þessi vika og sú næsta verði stærstu vikurnar í dreifingu á þorramat til verslana.
Hvernig var árið 2008 - hvernig verður árið 2009?
„Rekstur Norðlenska fyrir fjármagnsliði hefur gengið vel á árinu og verið í takti við áætlanir. Þessum árangri má helst þakka því að fyrirtækið hefur á að skipa afburða starfsfólki sem hefur unnið óeigingjarnt starf við uppbyggingu Norðlenska. Þá hefur samstarf við framleiðendur og viðskiptavini verið með miklum ágætum og fyrir það vil ég þakka sérstaklega," segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.




