Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Gjald fyrir flutning
Ákveðið hefur verið að innheimta gjald fyrir flutning stórgripa í sláturhús Norðlenska frá og með næsta mánudegi, 18. janúar. Gjaldið verður 2.500 krónur á hvern grip. Bændum verður að sjálfsögðu velkomið að flytja gripi sjálfir til slátrunar og sleppa þar með við gjaldið.
Tugir tonna af súrmat
Bóndadagurinn nálgast og starfsmenn Norðlenska eru því í óða önn að gera súrmatinn kláran. Margir byrja reyndar að borða þetta lostæti áður en Þorrinn gengur formlega í garð og því hefur töluvert þegar verið sent í verslanir. Eggert Sigmundsson vinnslustjóri segir fyrirtækið selja tugi tonna af súrmat að þessu sinni eins og undanfarin ár.
Ingvar ráðinn verkstjóri
Ingvar Stefánsson vélvirki hefur verið ráðinn verkstjóri í viðhaldsdeild Norðlenska á Akureyri. Gert er ráð fyrir að hann hefji störf 1. apríl í vor.





