Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Fyrsta Goðamót ársins var um helgina
Fyrsta Goðamót Þórs í knattspyrnu á þessu ári fór fram um helgina í Boganum. Það voru um það bil 340 stúlkur í 4. aldursflokki, frá 16 félögum hvaðanæva af landinu, sem reyndu með sér. Norðlenska hefur verið aðal samstarfsaðili Þórsara frá því Goðamótið var sett á laggirnar fyrir átta árum.
Sendiráðin hjálpa til
Þorramatur er í vaxandi mæli fluttur til útlanda fyrir bóndag. Rætt var við Ingvar Gíslason, markaðsstjóra Norðlenska, um málið í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi þar sem fram kom að stór Íslendingafélög séu stærstu kaupendurnir.
„Verður ekki íslenskara ... ”
„Það er gríðarleg eftirspurn eftir íslensku kjöti um þessar mundir. Og það verður ekki íslenskara en þetta .... ” sagði Eggert Sigmundsson vinnslustjóri Norðlenska þegar hann leit við hjá Maríu Fríðu Bertudóttur og Jóni Knútssyni á dögunum þar sem þau voru að ganga frá súrmat fyrir Þorrann.






