Nýjustu fréttir

Allir hlæja á öskudaginn - og þiggja Goðapylsu

Hressir krakkar sem komu við á Norðlenska í morgun.

Líflegt hefur verið á Norðlenska í morgun eins og venjan er að morgni öskudags. Fjöldi skemmtilegra öskudagsliða hefur komið í heimsókn, sungið fyrir starfsfólkið og þegið Goðapylsu í brauði með tilheyrandi meðlæti að launum.

Lesa meira

Langir vinnudagar en allir með bros á vör

Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir og Steinunn Harðardóttir.

„Áætlanir okkar í sambandi við magn og afgreiðslu gengu virkilega vel upp og við erum mjög sátt hvernig til tókst,” segir Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska á Húsavík, spurður út í saltkjötsvertíðina vegna sprengidagsins. Hann gerir ráð fyrir að um 150.000 manns borði saltkjöt frá Norðlenska í dag.

Lesa meira

Kjötfars í rúmlega 100.000 bollur!

Sala á kjötfarsi er margföld á bolludegi miðað við aðra daga ársins. Starfsmenn Norðlenska unnu í gær við afgreiðslu á farsi sem sent var til Reykjavíkur og fjölda annarra staða út um land. Eggert H. Sigmundsson vinnslustjóri Norðlenska segir það magn af kjötfarsi sem fyrirtækið framleiðir ætti að duga í rúmlega eitt hundrað þúsund bollur.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook