Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
„Strákarnir okkar” fengu níu gullverðlaun
Fulltrúar Norðlenska stóðu sig framúrskarandi vel í fagkeppni kjötiðnaðarmanna sem haldin var á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Smáralind í Kópavogi um síðustu helgi. Þremenningarnir, Rúnar Traustason, Rúnar Ingi Guðjónsson og Elmar Sveinsson, nældu í alls 17 verðlaun - þar af níu gull. Þá sigraði Grétar Þór Björnsson, einnig frá Norðlenska, í nemakeppninni.
Umsóknarfrestur um sumarstörf er runninn út
Umsóknarfrestur um sumarstörf hjá Norðlenska er runninn út og ekki verður tekið við fleiri umsóknum að sinni. Borist hafa vel á annað hundrað umsóknir um þau rúmlega 20 störf sem ráðið verður í og því ljóst að færri fá en vilja. Unnið verður úr umsóknunum á næstu dögum. Reynt verður að svara öllum umsækjendum eigi síðar en í lok apríl.
Þrír fara í fagkeppni kjötiðnaðarmanna
Þrír fulltrúar frá Norðlenska taka þátt í fagkeppni kjötiðnaðarmanna á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Vetrargarðinum í Smáralind á morgun og föstudaginn. Okkar menn eru Rúnar Ingi Guðjónsson, Elmar Sveinsson og Rúnar Traustason. Að auki tekur Grétar Þór Björnsson þátt í nemakeppni mótsins.




