Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Fundarboð
31.03.2010 - Lestrar 571
Aðalfundur Búsældar ehf. verður haldinn í Golfskálanum að Ekkjufelli laugardaginn 17.
apríl næstkomandi og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga að
breytingu á samþykktum. 3. Önnur mál. Fundurinn er jafnframt upplýsingafundur um
stöðu og horfur á kjötmarkaði og hag og rekstur Norðlenska matborðsins ehf. Stjórn Búsældar ehf.
Lesa meira
Gullneminn Grétar
29.03.2010 - Lestrar 627
Grétar Þór Björnsson nemi hjá Norðlenska á Húsavík, sigraði í nemakeppni kjötiðnaðarmanna sem haldin var á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Smáralind í Kópavogi á dögunum, eins og greint var frá á heimasíðunni í síðustu viku. Hér er komin mynd af kappanum þannig að allir gull-drengir fyrirtækisins á mótinu eru þar með sýnilegir!
Fern gullverðlaun Rúnars
26.03.2010 - Lestrar 689
Rúnar Traustason, sem vinnur hjá Norðlenska á Húsavík, fékk fern gullverðlaun í fagkeppni
kjötiðnaðarmanna um síðustu helgi, eins og fram kemur í fréttinni hér að neðan; fyrir Veisluhangilæri, hangilæri, lifrarpylsu og
grafið lambafille. Þá fékk Rúnar tvenn bronsverðlaun, annars vegar fyrir kindakæfu og hins vegar fyrir pressuð svið. Sigmundur Hreiðarsson
vinnslustjóri á Húsavík brá myndavélinni á loft í morgun og fangaði Rúnar gulldreng.
Lesa meira




