Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Stefán Einar nýr formaður starfsmannafélags Norðlenska
Aðalfundur starfsmannafélags Norðlenska var haldinn þriðjudaginn 18. maí sl. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var kosið um nýjan formann, stjórn og varastjórn. Nýja stjórn skipa eftirtaldir: Stefán Einar Jónsson formaður, Rósa D. Benjamínsdóttir og Trausti Gunnarsson.
Starfsmenn Norðlenska hjóla í vinnuna
Starfsmenn Norðlenska taka þátt í átakinu Hjólað í vinnuna eins og í fyrra. Þátttaka er góð; á Húsavík eru þrjú 10 manna lið og tvö lið á Akureyri.
Störf í sláturtíð á Akureyri, Húsavík og Höfn
Norðlenska leitar að duglegum og jákvæðum starfsmönnum í ýmis störf sem tengjast sauðfjárslátrun haustið 2010.
· Sauðfjárslátrun á Húsavík hefst 1. september og stendur til 27. október.
· Sauðfjárslátrun á Höfn hefst 21. september og stendur til 29. október.
· Sviðaverkun á Akureyri hefst 1. september og stendur til 30. október.






