Nýjustu fréttir

Að gefnu tilefni

Norðlenska hefur aldrei slátrað gripum frá bændum á því svæði þar sem díoxínmengun hefur mælst. Að gefnu tilefni er rétt að vekja athygli á því. Með frétt Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi um að kjöt frá bændum í Skutulsfirði, sem grunur leikur á að hafi verið díoxínmengað, hafi verið sett á markað hér á landi, var sýnt myndskeið úr sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Þótt það hafi ekki verið tekið fram hvaðan myndirnar voru er rétt að vekja athygli á þessu.

Lesa meira

Fjör á fyrsta Goðamóti ársins

Stelpurnar í Þór voru hressar á Goða mótinu
Fyrsta Goðamót ársins stendur nú yfir í Boganum á Akureyri.  Þetta er í 26. sinn sem Íþróttafélagið Þór stendur fyrir Goðamóti, þau eru alls 4 á hverju ári. Það eru stúlkur í 4. flokki sem etja kappi nú um helgina. 
Lesa meira

Tugir tonna af súrmat

Eggert Sigmundsson vinnslustjóri bítur í pung.

Aðeins er rúm vika í bóndadaginn og ljóst að landsmenn hyggjast sem aldrei fyrr njóta þess þjóðlega matar sem kenndur er við þorrann, ef marka má eftirspurnina. Norðlenska selur tugi tonna af þorramat að þessu sinni, heldur meira en í fyrra og er aukningin mest í súrum pungum, að sögn Eggerts Sigmundssonar, vinnslustjóra Norðlenska á Akureyri.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook