Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Sífellt fleiri aukaafurðir seldar úr landi
Starfsemi Icelandic Byproducts hefur vaxið og dafnað frá síðasta hausti. Fyrirtækið var stofnað í fyrra að undirlagi Norðlenska, í því skyni að vinna og flytja út garnir og ýmsar aðrar hliðarafurðir sem falla til í sláturtíðinni.
Breytingar á verðskrá
Norðlenska hefur gert breytingar á verðskrá yfir sauðfjárafurðir sem bændur leggja inn hjá fyrirtækinu í haust. Gildir skráin frá upphafi sláturtíðar og þeim
bændum sem þegar hafa lagt inn verður greiddur mismunurinn á nýrri verðskrá og þeirri eldri.
Sem fyrr er verð Norðlenska fyllilega samkeppnishæft við það sem aðrir sláturleyfishafar
bjóða. Nýju verðskrána má sjá hér.
Smávægilegar breytingar á verðskrá
Norðlenska hefur gert smávægilegar breytingar á verðskrá sinni fyrir sauðfjárafurðir sem bændur leggja inn hjá fyrirtækinu í haust. Eftir breytingarnar telja stjórnendur Norðlenska að verðskráin sé fyllilega samkeppnishæf við aðra sláturleyfishafa. Nýju verðskrána má sjá hér.





