Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Ekki bara „bestu bitarnir“ úr landi
Í þessari viku flytur Norðlenska út þrjá gáma af lamba- og kindaafurðum. Gaman er að vekja athygli á þessu, í ljósi umræðunnar upp á síðkastið um að einungis „bestu bitarnir“ séu fluttir utan en megninu af því sem nú er á leið út hefði verið fargað fyrir fáeinum árum.
Nýtt lambakjöt í verslanir
Nýtt lambakjöt frá Norðlenska kemur í verslanir á morgun, þriðjudag. Slátrun hófst í lok síðustu viku, kjöt af því fé var unnið í dag og vinnslu lýkur á morgun. Áfram verður slátrað næstu daga og framboð á nýju lambakjöti verður orðið stöðugt um miðja næstu viku.
Breytt verðskrá fyrir innlagðar sauðfjárafurðir
Verðskrá Norðlenska fyrir innlagðar sauðfjárafurðir í haust, sem birt var á dögunum, hefur verið breytt nokkuð og er fyllilega samkeppnishæf við það sem aðrir sláturleyfishafar bjóða, eins og boðað var. Nýja útgáfu verðskrár Norðlenska má sjá með því að smella hér.




