Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
„Sýningin tókst frábærlega”
„Sýningin tókst frábærlega og það voru
þúsundir gesta sem heimsóttu sýningarsvæði Norðlenska,” segir Ingvar Gíslason,
markaðsstjóri fyrirtækisins, eftir sýninguna MATUR-INN 2011 sem fram fór í
íþróttahöllinni á Akureyri um helgina.
Bréf frá bónda: Hagræðing í kindakjötsframleiðslu
Í hita umræðunnar frá degi til dags virðist oft gleymast sú mikla hagræðing sem fram hefur farið í slátrun og kjötvinnslu á síðastliðnum 15 árum, skrifar Jón Benediktsson bóndi á Auðnum í bréfi til heimasíðunnar. Jón er varamaður í stjórn Norðlenska.
„Skrýtin umræða um skort á lambakjöti“
Matreiðslumeistarinn Friðrik V. Karlsson - Friðrik fimmti - skrifar reglulega pistla um mat í Sunnudagsmoggann. Um síðustu helgi nefndi hann m.a. meintan kjötskort í sumar. Umræðan þótti honum skrýtin, enda hafi hann aldrei lent í vandræðum með að fá það hráefni sem hann vantaði.







