Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
„Sláturtíðin hefur gengið mjög vel“
„Það er óhætt að segja að sláturtíð hafi gengið mjög vel. Þrátt fyrir að við byrjuðum rúmlega viku seinna að slátra þetta haustið, og aukning sé í slátrun miðað við árið 2010, þá munum við einungis verða einum degi lengur fram á veturinn,“ segir Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska á Húsavík.Fleiri lömbum er slátrað á degi hverjum nú en áður.
Dilkar heldur léttari en í fyrra
Einar Karlsson sláturhússtjóri Norðlenska á Höfn segir sláturtíðina hafa gengið bærilega til þessa. Alls hefur 22.300 fjár verið slátrað fyrir austan til þessa í haust. Einar segir dilka heldur léttari en í fyrra.
Kjöt hefur hækkað mun minna í verði en önnur matvara
Lítil verðhækkun á kjöti síðastliðin ár hefur átt mikinn þátt í því að halda niðri kostnaði heimilanna í landinu vegna matarinnkaupa. Kjöt hefur hækkað mun minna í verði en önnur matvæli á þeim tíma. Þetta sýna gögn frá Hagstofu Íslands svart á hvítu.







