Nýjustu fréttir

Dásamlegur hádegismatur

Regína matráður og Eggert gestakokkur.

Í dag var starfsfólki Norðlenska á Akureyri boðið upp á nautakjöt og sætar kartöflur í hádegismat. Með því var borin fram ekta bernaise sósa sem vinnslustjórinn, Eggert H. Sigmundsson, bjó til, en hann var „gestakokkur“ hjá Regínu matráði.

Lesa meira

Jólakveðja


Ýmsir óvissuþættir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja á Íslandi og ákvarðanir litast af þeim. Það hefur samt verið markmið okkar, stjórnenda Norðlenska, að standa við bakið á okkar starfsfólki og halda ótrauð áfram þeirri stefnu að leggja áherslu á gæða framleiðslu og líta á samfélagslega ábyrgð okkar sem hluta af rekstrarmarkmiðum, enda stórt og öflugt fyrirtæki með margt gott fólk í vinnu. Ég vil þakka öllum starfsmönnum félagsins, bændum, eigendum þess, sem og stjórn fyrir gott samstarf og góðan árangur því ljóst er að þetta samhenta lið hefur náð árangri. Einnig vil ég þakka viðskiptavinum okkar og neytendum fyrir að velja okkar vörur og veita okkur aðhald. Ég óska öllum gleðilegra jóla, góðs og farsæls komandi árs.

Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

Lesa meira

Verðkönnunin gefur ekki rétta mynd

Sigmundur E. Ófeigsson
Sigmundur E. Ófeigsson framkvæmdastjóri Norðlenska er óánægður með framkvæmd og túlkun verðkönnunar Alþýðusambands Íslands á dögunum. Hann segir hækkun kjötverðs á milli ára fjarri því sem þar sé gefið í skyn.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook