Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Útflutningsleyfi fyrir allt kjöt til allra Evrópulanda
Norðlenska selur tugi tonna af þorramat
Framleiðsla og sala á þorramat gengur vel og salan stefnir í að vera á svipuðu róli og í fyrra, að sögn Eggerts Sigmundssonar vinnslustjóra Norðlenska á Akureyri. Á síðasta ári var metsala í súrmeti þannig að ljóst er að landinn hrífst sem fyrr af þorrakræsingunum.
Áramótakveðja frá Norðlenska
Þegar líður að áramótum er gott að líta yfir farinn veg, staldra við og meta árangurinn. Rekstur Norðlenska er viðunandi árið 2011. Segja má að samhent lið eigenda, starfsmanna og stjórnamanna hafi náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins við erfið skilyrði. Það er því með nokkurri bjartsýni sem menn fara inn í nýtt rekstrarár, með von um að nú hafi botninum verið náð og hlutirnir séu farnir að snúast til betri vegar.






