Nýjustu fréttir

Útflutningsleyfi fyrir allt kjöt til allra Evrópulanda

Ingvar Már Gíslason og Sigurgeir Höskuldsson.
Norðlenska er fyrsta kjötvinnslan á Íslandi sem fær útflutningsleyfi fyrir allar tegundir kjötvara til allra landa Evrópu. Leyfið fékkst í morgun og strax eftir helgi verður sendur þorramatur til Íslendinga á hinum Norðurlöndunum sem bíða þess lostætis með óþreyju! Fram að þessu hefur þurft sérstakt leyfi til að senda þorramat utan, þar með talinn súrmatinn góða, og víst að margir kætast vegna þess að nú verður einfaldara að koma þessari vinsælu vöru til ættingja og vina erlendis.
Lesa meira

Norðlenska selur tugi tonna af þorramat

Framleiðsla og sala á þorramat gengur vel og salan stefnir í að vera á svipuðu róli og í fyrra, að sögn Eggerts Sigmundssonar vinnslustjóra Norðlenska á Akureyri. Á síðasta ári var metsala í súrmeti þannig að ljóst er að landinn hrífst sem fyrr af þorrakræsingunum.

Lesa meira

Áramótakveðja frá Norðlenska


Þegar líður að áramótum er gott að líta yfir farinn veg, staldra við og meta árangurinn. Rekstur Norðlenska er viðunandi  árið 2011. Segja má að samhent lið eigenda, starfsmanna og stjórnamanna hafi náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins við erfið skilyrði. Það er því með nokkurri bjartsýni sem menn fara inn í nýtt rekstrarár, með von um að nú hafi botninum verið náð og hlutirnir séu farnir að snúast til betri vegar.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook