Nýjustu fréttir

Féð ekki stressað - gæði kjötsins þau sömu

Fé á Þeistareykjum í vikunni.

Mælingar gefa til kynna að fé sem lent hefur í hrakningum vegna óveðursins á Norðurlandi í byrjun vikunnar sé ekki stressað, eins og haldið hefur verið fram. Gæði kjötsins eru því jafn mikil og venjulega. Þetta segir Sigurgeir Höskuldsson gæðastjóri Norðlenska, en starfsmenn fyrirtækisins hafa gert ítarlegar sýrustigsmælingar á fé síðustu daga til að fá úr þessu skorið.

Lesa meira

Skiptir máli að hvíla féð

Mynd frá Þeistareykjum í gær. Af vef Morgunblaðsins.
„Það skiptir máli að féð sé hvílt og það getur tekið allt að hálfan mánuð“ segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri kjötvinnslu Norðlenska á Húsavík í viðtali við Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, í dag. Mikið af fé í nálægum sveitum kemur til slátrunar í stöðinni og gerir hann ráð fyrir að um 80 þúsund verði slátrað á þessu hausti, segir í fréttinni.
Lesa meira

Hægt að fylla út heimtökublað á vefnum


Norðlenska hefur gert betrumbætur á bændavef sínum á þann hátt að nú er hægt að fylla út heimtökublað fyrir sögun á lambakjöti og kindakjöti á heimasíðu fyrirtækisins. Boðið er uppá þetta á sama stað og eyðublöð eru á bændavefnum og heimtökublaðið lítur eins út og áður.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook