Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Féð ekki stressað - gæði kjötsins þau sömu
Mælingar gefa til kynna að fé sem lent hefur í hrakningum vegna óveðursins á Norðurlandi í byrjun vikunnar sé ekki stressað, eins og haldið hefur verið fram. Gæði kjötsins eru því jafn mikil og venjulega. Þetta segir Sigurgeir Höskuldsson gæðastjóri Norðlenska, en starfsmenn fyrirtækisins hafa gert ítarlegar sýrustigsmælingar á fé síðustu daga til að fá úr þessu skorið.
Skiptir máli að hvíla féð
Hægt að fylla út heimtökublað á vefnum
Norðlenska hefur gert betrumbætur á bændavef sínum á þann hátt að nú er hægt að fylla út heimtökublað fyrir sögun á lambakjöti og kindakjöti á heimasíðu fyrirtækisins. Boðið er uppá þetta á sama stað og eyðublöð eru á bændavefnum og heimtökublaðið lítur eins út og áður.