Nýjustu fréttir

Sláturtíð skiptir samfélagið miklu máli

Sigmundur Hreiðarsson.

Náttúruöflin hafa svo sannarlega sýnt klærnar síðustu tvö ár og gert mörgum bóndanum lífið erfitt. Sauðburður vorið 2011 var bændum á Norðurlandi afar erfiður vegna bleytu og kulda og kom sannarlega niður á afkomu þeirra, og öll vitum við hvað gekk hér á nú í byrjun september, þegar aftakaveður gekk yfir. Eina orðið yfir það er hamfarir, segir Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík í grein sem hann sendi heimasíðunni.

Lesa meira

Sláturtíð gengur vel á Höfn - Fé vænna en áður


Einar Karlsson sláturhússtjóri Norðlenska á Höfn er mjög ánægður með hvernig sláturtíðin hefur gengið fram að þessu. „Við byrjuðum 18. september og eftir daginn í dag þykjumst við verða búnir með 16.600 lömb. Það er um það bil helmingur,“ segir Einar í morgun.

Lesa meira

Flytja út lappir og tittlinga

Snæfríður Ingadóttir á skjánum í gærkvöldi.

Sífellt meira er nýtt af íslensku sauðkindinni, eins og Snæfríður Ingadóttir, fréttamaður Ríkissjónvarpsins sagði frá í skemmtilegri frétt í kvöld. Norðlenska flytur nú í fyrsta skipti út ósviðnar lappir og tittlinga.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook