Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Norðlenska með í Meistaramánuðinum
Norðlenska tekur þátt í Meistaramánuðinum með leik á Facebook síðu fyrirtækisins. Nafn eins heppins þátttakanda er dregið út á hverjum fimmtudegi og viðkomandi fær dýrindis sunnudagssteik að launum. Fyrr í dag var einmitt dregið og upp úr pottinum kom nafn Kristrúnar Kristjánsdóttur.
Gengið ótrúlega vel - MYNDBANDSVIÐTAL
Halldór Sigurðsson, réttarstjóri Norðlenska á Húsavík og bóndi á Syðri-Sandhóli á Tjörnesi, segir sláturtíðina hafa gengið ótrúlega vel. Hann segir fé vænt í ár og Ásvaldur Þormóðsson, bóndi á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði, er líka ánægður. Hann kom með fé til slátrunar á Húsavík í dag.
Tittlingarnir í Útsvarinu
Lið Akraness var með það alveg á hreinu um hvað var spurt í Útsvarinu á föstudagskvöldið þegar lambatittlingana frá Norðlenska bar á góma. „Við vissum að spurt yrði um þetta,“ sagði skáldkonan Sigurbjörg Þrastardóttir, einn liðsamanna Akraness.