Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Færðu Samfélagssjóði Hornafjarðar 100 þúsund krónur
Norðlenska veitti Samfélagssjóði Hornafjarðar 100 þúsund króna styrk
á dögunum. „Sjóðurinn er mjög þakklátur fyrir styrki sem koma héðan úr heimabyggð, til dæmis frá Norðlenska,
því sjóðurinn væri ekki til nema vegna fyrir samfélagslega sinnuð fyrirtæki sem styrkja hann. Ég vil því færa Norðlenska
kærar þakkir fyrir styrkinn,“ segir Karl Sigurður Guðmundsson hjá Samfélagssjóðnum.
Sauður nær í nafna sinn . . .
Færðu Hetjunum 184 þúsund krónur
Haldið var starfsmannabingó hjá Norðlenska nýverið, til styrktar Hetjunum, félagi langveikra barna á Akureyri og nágrenni. Alls söfnuðust 184 þúsund krónur, sem Eggert Sigmundsson vinnslustjóri Norðlenska afhenti fyrir helgi og það var Júlíus Freyr Gunnarsson, ein Hetjanna, sem tók við peningunum í húsnæði Norðlenska.