Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Vorslátrun 20. og 21. mars
Vorslátrun Norðlenska verður á Norðurlandi miðvikudaginn 20. mars og á Höfn fimmtudaginn 21. mars. Athygli er vakin á því að samkvæmt reglugerð frá hausti 2010, verða hrútlömb að vera gelt í síðasta lagi 2 mánuðum fyrir slátrun til að teljast til lamba. Þeir sem hafa hug á að koma með fé til slátrunar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Svölu í síma 460-8855 eða Einar á Höfn í síma 840-8870.
Fjörutíu þúsund sviðahausar
„Íslendingar eru fastheldnir þegar kemur að þorramat. Satt að segja veit ég því ekki hvort hljómgrunnur væri fyrir því að bæta nýjungum á borðið,“ segir Eggert H. Sigmundsson, vinnslustjóri Norðlenska á Akureyri í viðtali við sérblað Morgunblaðsins um Þorramat í dag.
Stjórn Búsældar skoðar Norðlenska
Stjórn og varastjórn Búsældar, eiganda Norðlenska, skoðaði starfsstöðvar fyrirtækisins á Akureyri og Húsavík í vikulokin og stjórnarfundur var í framhaldinu haldinn á Akureyri í dag. „Okkur líst mjög vel á og erum ánægð með móttökurnar og kynninguna,“ sagði Óskar Gunnarsson í Dæli í Skíðadal, formaður Búsældar í dag.