Nýjustu fréttir

Vorslátrun 20. og 21. mars

Vorslátrun Norðlenska verður á Norðurlandi miðvikudaginn 20. mars og á Höfn fimmtudaginn 21. mars. Athygli er vakin á því að samkvæmt reglugerð frá hausti 2010, verða hrútlömb að vera gelt í síðasta lagi 2 mánuðum fyrir slátrun til að teljast til lamba. Þeir sem hafa hug á að koma með fé til slátrunar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Svölu í síma 460-8855 eða Einar á Höfn í síma 840-8870.

Lesa meira

Fjörutíu þúsund sviðahausar

Eggert Sigmundsson. Mynd Morgunblaðið.

„Íslendingar eru fastheldnir þegar kemur að þorramat. Satt að segja veit ég því ekki hvort hljómgrunnur væri fyrir því að bæta nýjungum á borðið,“ segir Eggert H. Sigmundsson, vinnslustjóri Norðlenska á Akureyri í viðtali við sérblað Morgunblaðsins um Þorramat í dag.

Lesa meira

Stjórn Búsældar skoðar Norðlenska

Stjórn og varastjórn Búsældar í höfuðstöðvum Norðlenska.

Stjórn og varastjórn Búsældar, eiganda Norðlenska, skoðaði starfsstöðvar fyrirtækisins á Akureyri og Húsavík í vikulokin og stjórnarfundur var í framhaldinu haldinn á Akureyri í dag. „Okkur líst mjög vel á og erum ánægð með móttökurnar og kynninguna,“ sagði Óskar Gunnarsson í Dæli í Skíðadal, formaður Búsældar í dag.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook