Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Anna Björk matráður á Akureyri
14.02.2013 - Lestrar 368
Anna Björk Ívarsdóttir hefur verið ráðin í starf matráðs í mötuneyti Norðlenska á Akureyri. Anna Björk var ein af 22 umsækjendum um starfið, hefur mikla reynslu af matargerð, en hún er núverandi kokkur á hótel Glym.
Björguðu lífi Sigurðar
12.02.2013 - Lestrar 631
Tveir starfsmenn Norðlenska, Grétar Guðmundsson og Steingrímur Stefánsson, björguðu vinnufélaga
sínum Sigurði Samúelssyni þegar hann fór í hjartastopp sl. haust og hlutu fyrir það afrek viðurkenningu frá
Rauða krossinum í tilefni 112 dagsins, sem var í gær.
Lesa meira
Norðlenska kaupir Rækjuhúsið á Húsavík
02.02.2013 - Lestrar 881
Norðlenska hefur keypt svokallað Rækjuhús á Húsavík af útgerðarfélaginu Vísi. Fasteignin er að Suðurgarði 2, þar sem Fiskiðjusamlag Húsavíkur var á sínum tíma. Norðlenska hefur síðastliðin ár leigt hluta hússins, m.a. undir starfsemi dótturfélagsins Icelandic Byproducts, sem vinnur verðmæti úr aukaafurðum.