Nýjustu fréttir

Kostnaður við förgun eykst

Kostnaður Norðlenska við förgun úrgangs eykst verulega þegar sorpbrennslu verður hætt á Húsavík í lok mánaðarins. Fjallað var um málið í sjónvarpsfréttum RÚV og rætt við Reyni Eiríksson framleiðslustjóra Norðlenska. Reynir segir að á haustsláturtíð þurfi Norðlenska á Húsavík að urða 70-80 tonn. Í stað þess að sá úrgangur sé brenndur í heimabyggð verður að aka honum alla leið á Suðurnes, rúmlega 500 km leið frá Húsavík.
Lesa meira

Vorslátrun 20. og 21. mars

Vorslátrun Norðlenska verður á Norðurlandi miðvikudaginn 20. mars og á Höfn fimmtudaginn 21. mars. Athygli er vakin á því að samkvæmt reglugerð frá hausti 2010, verða hrútlömb að vera gelt í síðasta lagi 2 mánuðum fyrir slátrun til að teljast til lamba. Þeir sem hafa hug á að koma með fé til slátrunar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Svölu í síma 460-8855 eða Einar á Höfn í síma 840-8870.
Lesa meira

Ekkert hrossakjöt í kjötvöru frá IKEA á Íslandi

Ekkert hrossakjöt fannst í þeim kjötvörum sem IKEA í samstarfi við Norðlenska lét senda í DNA greiningu hjá MATÍS. Alls lét IKEA senda 12 vörur í greiningu en Norðlenska er framleiðandi 11 þeirra. Skemmst er frá því að segja að prófin staðfestu að innihald varanna er samkvæmt vörulýsingum. Norðlenska og IKEA hafa mörg undanfarin ár átt í farsælu viðskiptasambandi sem byggir meðal annars á öflugu gæðaeftirliti. Kjötvinnsla Norðlenska á Húsavík er með leyfi frá IKEA í Svíþjóð til að framleiða sænskar kjötbollur fyrir IKEA á Íslandi.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook