Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Góðir vinir kvaddir
30.04.2013 - Lestrar 487
Í dag, þriðjudaginn 30. apríl, hætta þrír starfsmenn sem hafa verið lengi við störf hjá Norðlenska. Steinunn Harðardóttir á Húsavík hefur til dæmis unnið hjá fyrirtækinu í tæp 32 ár. Steinunn er á meðfylgjandi mynd ásamt Sigmundi Hreiðarssyni vinnslustjóra á Húsavík, þegar hún var kvödd með virktum í morgun.
Í dag láta einnig af störfum Rögnvaldur Óli Pálmason sem hefur verið hjá fyrirtækinu í rúm 22 ár og Malee Vita sem starfað hefur hjá Norðlenska í 12 ár og var áður hjá Bautabúrinu.
Norðlenska þakkar öllum þremur kærlega fyrir samvinnuna og óska þeim velfarnaðar í því sem þau taka sér fyrir hendur.
Lesa meira
Starfsmannaaðstaða bætt verulega
30.04.2013 - Lestrar 399
Langþráður draumur starfsmanna Norðlenska verður senn að veruleika, þegar mötuneyti fyrirtækisins á Akureyri verður stækkað töluvert sem og önnur starfsmannaaðstaða. Fyrsta skóflustunga að viðbyggingu var tekin á föstudaginn og mundaði Grettir Frímannsson kjötiðnaðarmeistari skófluna.
Grettir er með lengstan starfsaldur þeirra sem nú vinna hjá Norðlenska, tæp 40 ár, og hefur því beðið lengst eftir stækkun mötuneytisins af þeim sem nú starfa hjá fyrirtækinu! Reiknað er með að húsnæðið verði tilbúið til notkunar eftir liðlega tvo mánuði.
Lesa meira
Búsæld og Norðlenska boða til funda
30.04.2013 - Lestrar 343
Búsæld og Norðlenska boða til funda þar sem farið verður yfir rekstur og málefni Norðlenska og Búsældar.
Fyrsti fundurinn að Álfheimum - Borgarfirði Eystri er jafnframt aðalfundur Búsældar.
Lesa meira