Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Jólakjötið frá Norðlenska fékk frábærar viðtökur
23.12.2014 - Lestrar 534
„Þessi desember mánuður hefur verið afar farsæll fyrir Norðlenska, allar okkar áætlanir hafa gengið upp og vel það,” segir Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska. „Viðtökur viðskiptavina okkar við helstu vörumerkjunum, KEA hamborgarhrygg, KEA hangilæri og Húsavíkur hangilæri, hafa verið ótrúlegar og auðvitað skemmir ekki fyrir að fá viðurkenningar eins og í bragðkönnun DV um daginn. Þær niðurstöður undirstrika það góða starf sem fagmenn okkar vinna,” segir Ingvar.
Lesa meira
„KEA er kóngurinn í jólakjötinu”
12.12.2014 - Lestrar 664
KEA hangikjötið frá Norðlenska er það besta í ár að mati dómnefndar í árlegri bragðkönnun DV þar sem teknar voru út þrettán tegundir af kjöti. „Óhætt er að segja að KEA sé kóngurinn í jólakjötinu í ár því svínahamborgarhryggur KEA varð hlutskarpastur í bragðprófuninni sem birtist í þriðjudagsblaði DV,” segir í blaðinu í dag.
Lesa meira
Enn þykir KEA hamborgarhryggurinn lang bestur
09.12.2014 - Lestrar 593
KEA hamborgarhryggurinn er sá lang besti á markaðnum að mati matgæðinga DV. Blaðið birtir árlega umfjöllun í dag. KEA hryggurinn frá Norðlenska sigraði með yfirburðum að þessu sinni og hefur nú fjórum sinnum verið valinn sá besti, á þeim átta árum sem DV hefur staðið fyrir könnuninni.
Lesa meira