Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Haustslátrun lokið á Höfn
01.11.2007 - Lestrar 391
Haustslátrun lauk á Höfn um hádegisbil í gær. Í það heila gekk sláturtíðin vel, þrátt fyrir að óvenju miklar rigningar hafi gert mönnum lífið leitt um suðaustanvert landið. Að sögn Einars Karlssonar, sláturhússtjóra á Höfn, var slátrað rétt rúmlega 33 þúsund fjár, sem er ívið fleira en í haustslátrun í fyrra.
Álagagreiðslur Norðlenska vegna vetrarslátrunar
01.11.2007 - Lestrar 342
Vegna slátrunar sauðfjár í nóvember og desember greiðir Norðlenska álag á útgefið listaverð vegna haustslátrunar.
Þessar álagsgreiðslur taka til flokkanna E - O og fituflokka 1 - 3+. Greitt verður föstudaginn í viku eftir slátrun. Þá ber þess að geta
að útflutningsskylda er 16% til og með 7. nóvember nk., en lækkar þá í 10%.
Lesa meira
Stærsti skrokkur í sögu Norðlenska - 526 kg!!!
31.10.2007 - Lestrar 545
Í gær var felld kýr úr Hleiðargarði í Eyjafjarðarsveit í sláturhúsi Norðlenska á Akureyri, sem ekki er í
frásögur færandi nema fyrir það að skrokkurinn reyndist vera sá þyngsti sem sögur fara af hjá Norðlenska - hvorki meira né minna en
526 kg! Þegar skrokkurinn var færður á vigtina í Norðlenska í gær þurftu menn að nudda augun til þess að fullvissa sig um að
talan væri rétt. En ekki var um að villast - vel yfir hálft tonn!
Lesa meira





