Nýjustu fréttir

Fundum með félagsmönnum í Búsæld á Suður- og Austurlandi frestað vegna óveðurs og ófærðar

Fyrirhuguðum fundum forráðamanna Búsældar og Norðlenska með félagsmönnum í Búsæld, sem áttu að vera á Suður- og Austurlandi í dag og á morgun, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna óveðurs og ófærðar.
Lesa meira

Búsæld og Norðlenska boða til funda með félagsmönnum í Búsæld

Búsæld og Norðlenska boða nk. mánudag og þriðjudag, 30. og 31. mars, til funda með félagsmönnum í Búsæld á Suður- og Austurlandi þar sem fjallað verður um rekstur Norðlenska á árinu 2008, stöðu og horfur á kjötmarkaði, framtíðarsýn Búsældar og Norðlenska o.fl.
Lesa meira

Árshátíð Norðlenska 2009

Veislustjórinn Hjálmar ásamt nokkrum árshátíðargestum

Árshátíð Norðlenska var haldin á Akureyri síðastliðinn laugardaginn. Starfsfólk frá Húsavík, Höfn og Reykjavík kom ásamt mökum til að skemmta sér með Akureyringum og tóku alls um 160 manns þátt í hátíðinni. Farið var í keilu og heimsókn í Vífilfell fyrri part dags. 
Kvölddagskráin fór fram í Sjallanum undir styrkri veislustjórn Hjálmars Hjálmarssonar og Margrétar Eirar Hjartardóttir. Að veislunni lokinni spiluðu Greifarnir undir dansi fram á nótt.
 

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook