Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Úrslit: Hjólað í vinnuna 6.-26. maí 2009
09.06.2009 - Lestrar 562
Alls tóku 39 starfsmenn Norðlenska þátt í átakinu „Hjólað í vinnuna" dagana 6.-26. maí sl. Mynduð voru fjögur lið - tvö á Akureyri og tvö á Húsavík. Hjólaðir/gengnir voru rúmlega 1.550 km, þarf af voru Akureyringar með um 900 km og Húsvíkingar um 650 km. Aftur á móti var fjöldi þátttökudaga fleiri hjá Húsvíkingum eða 261 en 212 hjá Akureyringum. Norðlenska var í 5. sæti í flokknum fyrirtæki með 150-399 starfsmenn. Alls voru 33 fyrirtæki í þessum keppnisflokki.
Aukinn útflutningur
03.06.2009 - Lestrar 580
Á fyrstu mánuðum þessa árs hefur Norðlenska aukið útflutning töluvert. Lágt gengi krónunnar gerir það að verkum að
útflutningur er hagstæður um þessar mundir og segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, að framlegð af útflutningnum
sé vel viðunandi.
Lesa meira
Samstarf við Murr ehf.
26.05.2009 - Lestrar 595
Frá því um áramót hefur Murr ehf. í Súðavík,sem framleiðir gæludýrafóður, keypt af Norðlenska á
sjötta tug tonna af innmat úr stórgripum. Um er að ræða innmat sem að öðrum kosti væri urðaður, t.d. milta, hluti þinda o.fl.
Lesa meira




